Sálmabók

699. Á björtum degi

Árstíðasálmur

1 Á björtum degi brosir sól við mér,
þá birtist mynd af því sem fagurt er
í heimi þar sem hamingjan er vís
ef hugsum við um okkar paradís.
Ég heyri hvernig Guð í hjarta mínu hvíslar.
Ég heyri rödd sem talar um kærleik endalaust.
Ég heyri þetta vel ef sálm ég fæ að syngja
um sumar, vetur, vor og líka haust.

2 Í kringum mig er fólk sem finnur til
og furðu margt sem ég hreint ekki skil
en Guð á himnum getur bent mér á
það góða sem á jörðu finna má.
Ég heyri ...

3 Hjá öllum þeim sem efla lífsins mátt
býr óskin um að skapa frið og sátt.
Þann auð sem felst í ást og von og trú
við eigum líka saman - ég og þú.
Ég heyri ...

T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2013
L Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2013

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is