Sálmabók

701. Þig biðja, Jesú, börnin þín

1 Þig biðja, Jesú, börnin þín
að bæta kjörin hörðu.
Gef blindum heimi sólarsýn
og sendu frið á jörðu.
Ger hjörtun hrein
af heift og synd
svo hatur burtu víki
en ást og eining ríki.

2 Þeim máttarvana leggðu lið
og líkna veiku barni
og órólegum færðu frið
og fylgd á köldu hjarni.
Styð veikan mann
er brotinn berst
og bjarga þeim er falla.
Þú einn sem elskar alla.

T Sverrir Haraldsson – Vb. 1991
L Severus Gastorius 1675 – JH 1891
Was Gott tut, das ist wohlgetan
Sálmar með sama lagi 223
Eldra númer 550
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is