Sálmabók

702. Heyr þann boðskap

1 :,: Heyr þann boðskap er boða við megum
bundinn friði og réttlæti' í heimi :,:
:,: um trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

2 :,: Þetta guðspjall sem gaf okkur Kristur
gefur fátækum nýtt líf og fögnuð :,:
:,: og trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

3 :,: Þetta guðspjall sem gaf okkur Kristur
gefur þrælum og fjötruðum frelsi :,:
:,: og trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

4 :,: Með þeim boðskap sem boða við eigum
boðast líkn hinum þjáðu og smáðu :,:
:,: með trú, von og kærleik.
Þar er sigur hins góða á jörð. :,:

T Eleazar Torreglosa 1997 – Hans Anker Jørgensen 2002 – Kristján Valur Ingólfsson 2006 – Vb. 2013
El mensaje que hoy proclamamos / Hør det budskap som vi proklamerer
L Eleazar Torreglosa 1997 – Vb. 2013
El mensaje que hoy proclamamos
Eldra númer 835
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is