Sálmabók

705. Hvar sem ófriður hreyfir sér

Hvar sem ófriður hreyfir sér
af holdsins veikleik bráðum
millum kristinna manna hér
móti Guðs vilja' og ráðum,
gakktu þar, Jesú, milli mest
með þínum friðaranda
og varna vanda,
hjálpa þú svo vér hugsum best
í hreinum kærleik að standa.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 21
L Hagenau um 1526 – Wittenberg 1529 – Sb. 1589
Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ
Sálmar með sama lagi 109 524 688
Eldra númer 17
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is