Sálmabók

706. Vér áköllum þig

1 Vér áköllum þig, ó, faðir, um frið
að fái vort líf á jörðinni grið.
Vér biðjum að mannkyni bjargi þín hönd
frá böli sem altekur þjóðir og lönd.

2 Ó, börnin vor kær! Heyr bæn fyrir þeim
að byggi þau glöð sinn framtíðarheim.
Þau viljum vér annast af ástúð og trú
og elska hvert líf sem oss skapaðir þú.

3 Og hvort sem vor braut er brött eða greið
vér biðjum þig heitt að vísa oss leið.
Sjá, veginn til lífsins! Hann förum vér fyrst
er fylgdina þiggjum í trúnni á Krist.

T Fred Kaan 1983 – Pétur Sigurgeirsson 1983 – Vb. 1991
We Utter Our Cry: that peace may prevail
L William Croft 1708 – BÞ 1903
HANOVER / O Worship the King
Sálmar með sama lagi 634 725 94a
Eldra númer 371
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is