Sálmabók

709. Ég lít þig, Drottinn

Þú ert þar

1 Ég lít þig, Drottinn, í tregans tárum og hafsins bárum.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.
Ég lít þig, Drottinn, í lífsins hríðum sem degi blíðum.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.

2 Ég lít þig, Drottinn, sem hendi styrkri burt víkur myrkri.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.
Ég lít þig, Drottinn, í brosi hlýju og sátt að nýju.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.

3 Ég lít þig, Drottinn, í hjarta vinar og stjörnu sem tinar.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.
Ég lít þig, Drottinn, í barnsins blíðu og vorsins þíðu.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.

4 Ég lít þig, Drottinn, í fjöllum bláum sem blómum smáum.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.
Ég lít þig, Drottinn, í himinskýjum og vonum nýjum.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.

5 Ég lít þig, Drottinn, í gleði tærri þú ert mér nærri.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.
Ég lít þig, Drottinn, er degi hallar og mig þú kallar.
Þú ert þar, þú ert þar. Já, þín ást er alls staðar.

T Vilborg Davíðsdóttir 2017
L Lára Bryndís Eggertsdóttir 2017

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is