714. Dag einn fáum við að fagna ♥
1 Dag einn fáum við að fagna
fagra söngnum góða
þegar við verðum eitt.
Dag einn leyfist oss að leika,
syngja, dansa, deila
gleði sem Drottinn gaf.
2 Dag einn fáum við að fagna
fagra söngnum góða,
myrkrið er ljós og líf.
Dag einn þegar hatrið hættir
hjartans myndast sættir,
göngum í heilagt hús.
3 Dag einn fáum við að fagna
fagra söngnum góða,
múrarnir hrynja hratt.
Dag einn morgunn nýr mun lýsa
lífsins korn mun rísa,
hlekkirnir hrynja af.
T Anna-Mari Kaskinen 1986 – Per Harling 1999 – Sigurður Ingólfsson 2016
Kerran taivas laula / En gång kommer vi att jubla
L Pekka S. Simojoki 1986
Kerran taivas laula / En gång kommer vi att jubla