Sálmabók

716. Draumanna höfgi dvín

Milda höndin

1 Draumanna höfgi dvín,
dagur í austri skín,
vekur mig,
lífi vefur
mjúka mildings höndin þín.

2 Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leiðir mig
langa vegu
mjúka mildings höndin þín.

3 Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig
svefni værum
mjúka mildings höndin þín.

T Eygló Eyjólfsdóttir 1999 – Vb. 2013
L Ron Klusmeier 1989 – Vb. 2013
Casswell / Stay with Us through the Night
Eldra númer 937
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is