Sálmabók

72. Sem stormur hreki skörðótt ský

1 Sem stormur hreki skörðótt ský
svo skunda burt vor ár.
Og árin koma, ný og ný,
með nýja gleði' og tár.
Því stopult, hverfult er það allt
sem oss er léð, svo tæpt og valt,
jafnt hraust og veikt og fé og fjör,
það flýgur burt sem ör.

2 En eitt var það sem stöðugt stóð
og stendur alla tíð,
það virki' er styrka höndin hlóð,
þín hjálpin, Drottinn, blíð.
Hún feðra' og mæðra verndin var
á vegum stríðs og þjáningar
og kveikti ljós við kulnað skar
og kyndil vonar bar.

3 Við ljósið það skal lagt af stað
til lands er bíður vor.
Það lýsa mun sem lýsti það
á löngu horfin spor.
Kom, nýja ár, með storm og stríð,
með stillur, frið og sólskin blíð.
Þó stormar hreki skörðótt ský
í skjóli Guðs ég bý.

T Sigurjón Guðjónsson – Sb. 1972
L Jean Sibelius 1909 – Vb. 1976
Ei valtaa, kultaa, loistoa / Giv mig ej glans
Sálmar með sama lagi 58
Eldra númer 102
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is