Sálmabók

750a. Upp hef ég augu mín

1 Upp hef ég augu mín,
alvaldi Guð, til þín.
Náð þinni' er ljúft að lýsa,
lofa þitt nafn og prísa.

2 Allt er að þakka þér
það gott sem hljótum vér
um allar aldaraðir,
eilífi ljóssins faðir.

3 Vér erum gleymskugjörn,
gálaus og fávís börn,
en þú, sem aldrei sefur,
á öllum gætur hefur.

4 Eg veit að aldrei dvín
ástin og mildin þín,
því fel ég mig og mína,
minn Guð, í umsjá þína.

T Herdís Andrésdóttir – Sb. 1945
L Weisse 1531 – Sb. 1589
Vater im höchsten Thron
Sálmar með sama lagi 383
Eldra númer 32
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is