Sálmabók

763. Ó, Guð, ég veit hvað ég vil

1 Ó, Guð, ég veit hvað ég vil
er ég vakna með rísandi sól:
Þakka sumar, sælu og yl,
nú er sólskin um byggðir og ból.

2 Þú, Guð, ert svo góður við mig,
það er gaman að lifa og sjá
hvernig skúrir og ský fela sig
þegar skinið fær sólin þau á.

3 Þér sé lof því loftið er tært
og ég leik mér um grundir og hól
svo ég geti af lífinu lært,
þín ég leita og á hjá þér skjól.

4 Fyrir hreysti og hugarins þor,
fyrir hendur sem vinna í trú,
fyrir yndi og æskunnar vor,
fyrir allt vil ég þakka þér nú.

T Margareta Melin 1972 ̶ Kristján Valur Ingólfsson 1974 – Vb. 1991
Min Gud, jag är lycklig och glad
L Torgny Erséus 1972 – Vb. 1991
Min Gud, jag är lycklig och glad
Eldra númer 591
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is