Sálmabók

784. Ísland ögrum skorið

Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
Ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig
:,: sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig. :,:

T Eggert Ólafsson 1757 – Sb. 1945
Föðurlandsminni
L Sigvaldi Kaldalóns 1926 – Vb. 1946
Eldra númer 518
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is