Sálmabók

785. Yfir voru ættarlandi

Yfir voru ættarlandi,
aldafaðir, skildi halt.
Veit því heillir, ver það grandi,
virstu' að leiða ráð þess allt.
Ástargeislum úthell björtum
yfir lands vors hæð og dal.
Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum,
ljós er aldrei slokkna skal.

T Steingrímur Thorsteinsson, 1909 – Sb. 1972
L Sigfús Einarsson, 1916 – Vb. 1976
Sálmar með sama lagi 73b
Eldra númer 526
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is