Sálmabók

788. Talar Jesús um myrkra makt

1 Talar Jesús um myrkra makt.
Merkið það, valdstjórnendur.
Yður skal nú í eyra sagt:
Umdæmið heims tæpt stendur.

2 Ljósið myrkrin burt leiðir frí
með ljóma birtu sinnar.
Varast að skýla skálkinn því
í skugga maktar þinnar.

3 Drottinn Jesú, þú lífsins ljós,
lýstu valdstjórnarmönnum
svo þeir sem ráða yfir oss
eflist að dyggðum sönnum.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 8
L Hafsteinn Þórólfsson 2019

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is