Sálmabók

789. Leið þú mig, Drottinn

1 Leið þú mig, Drottinn,
er fer ég um auðn og sjó
fjarri heimaslóð.

2 Á mig þú kallar
sem heimaland ekkert á:
„Kom, mitt barn, til mín.“

3 Orðin þín, Drottinn,
umhyggja, kærleikur, líf
eru mér styrkur.

4 Drottinn, þú opnar
veginn til lífs og vonar,
þú ert minn Drottinn.

5 Þakka þér, Drottinn,
þá gjöf er þú veittir mér,
kærleika og frið.

6 Leið þú mig, Drottinn,
leið þú mig í ríki þitt,
:,: hjarta mitt þar býr. :,:

T Toshiki Toma 2017 – Guðný Einarsdóttir 2018
L Guðný Einarsdóttir 2018

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is