Sálmabók

790. Guð sem í árdaga

1 Guð sem í árdaga oss reisti bústað á jörðu
kallaði ljósið frá myrkri, landið úr sævi,
skapaði Ísland með eldi.

2 Þjóð vor hin íslenska alin hjá Þingvallabergi
valdi sér leiðsögn í Kristi, kölluð af honum,
þáði hans líf sér til lausnar.

3 Guðs andi heilagi, heyr þú er kirkja þín biður:
Kom þú í Orði og mætti, endurnær börn þín,
umskapa lýð þinn sem landið.

T Kristján Valur Ingólfsson 2000 – Vb. 2013
L Hörður Áskelsson 2000 – Vb. 2013
Eldra númer 950
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is