Sálmabók

80a. Góðan ávöxt Guði berum

1 Góðan ávöxt Guði berum,
gróðursettir af hans náð
þessa heims í akri erum,
æðra lífs þó til var sáð.
Góðan jarðveg gaf oss Drottinn
góð svo jurt hér yrði sprottin.

2 Lífdögg hann oss sendi sína,
sinnar skírnar vatnið tært.
Ljósið sitt hann lét oss skína,
lífsins orða blysið skært.
Náðargeisla himins hlýja
hann oss jafnan sendi nýja.

3 Góðan ávöxt Guði berum,
góðan ávöxt sjálfum oss,
eigi lengur visnir verum,
vöxum upp við Jesú kross.
Lát oss þar við lífstréð rétta,
lífsins faðir, ávallt spretta.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Johann Crüger 1649 – Sb. 1997
Herr, ich habe missgehandelt
Eldra númer 117
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is