Sálmabók

84. Hve sælt hvert hús

1 Hve sælt hvert hús er sinna meðal gesta
þér sífellt býður heim, ó, Jesú kær.
Í húsi því er hátíð æ hin besta
er heimsókn þína dag hvern öðlast fær.

2 Hve sælt hvert hús ef hjón þar saman búa
í helgri trú og von og kærleik eitt
og sífellt augum sálna til þín snúa,
um samfylgd þína biðja þrátt og heitt.

3 Hve sælt hvert húsið þar sem athöfn alla
þér allir helga' og gjörvallt dagfar sitt.
Þú síðar þá til samvistar munt kalla
í sæluríka dýrðarhúsið þitt.

T Carl J.P. Spitta 1835 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
O selig Haus, wo man dich aufgenommen
L Andreas P. Berggreen 1856 – PG 1878
Tænk, når engang den tåge er forsvunden
Eldra númer 113
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 19.1–9

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is