Sálmabók

86. Þitt heilagt himinsáð

1 Þitt heilagt himinsáð
um heimsins akur stráð,
það ljóss og lífs orð góða
sem líf og heill er þjóða
á erfitt upp að spretta
hjá illgresinu þétta.

2 Ó, Guð, hve grátlegt er
á góðu lítið ber
en illt er oft hvað tíðast,
á akri kirkju víðast
nú þyrnar þéttir standa
og þínu hveiti granda.

3 Ó, gef það, Guð, af náð
að guðlegt orðasáð
er sífellt sá þú lætur
í sálum festi rætur.
Lát ávöxt af því spretta
til eilífs lífs, hinn rétta.

T Thomas Kingo 1689 – Nikolaj F.S. Grundtvig 1837 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Ó, Guð, hve grátlegt er
L Jacob Regnart 1574 – Vulpius 1609 – Schein 1627 – Sb. 1619
Auf meinen lieben Gott
Sálmar með sama lagi 10 786
Biblíutilvísun Matt. 13.3–8

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is