Sálmabók

87. Vor raust og tunga rómi og syngi

1 Vor raust og tunga rómi' og syngi' um ríka Drottins mildi.
Soninn kæra sendi' hinn mæri, sekum hjálpa vildi.
Frelsarinn lýða færði blíður fögnuð þennan öllum mönnum.
Á nauðastorðu sté Guðs orðið, Guð vor.

2 Girntust skýrir guðsmenn dýrir glaðan dag þann líta
er son þinn kæri Kristur væri kominn hér til ýta.
Forspá snjalla' að fylla alla forðum skráðu' að þínu ráði,
þú sem vildir vera' oss mildur, Guð vor.

3 Lát nú þjón sem leiddi sjónum ljúfan græði manna
burt í friði fara' og griðum, fögur heit þín sanna,
ljósið heiðnum lýðum greiða leiðir bjartar, dýru skarta
vegsemd þjóðar þinnar góðu, Guð vor.

T Malmø 1533 – Gr. 1594 – Guðmundur Óli Ólafsson um 1980
Með hjarta og tungu hver mann syngi (GR 1594) / Allir kristnir gleðjist nú menn (Sb 1589)
L 15. öld – Spangenberg 1568 – Thomissøn 1569 – Sb. 1589
Seid fröhlich und jubilieret / Omnis mundus jocundetur
Biblíutilvísun Lúk. 2.25–35

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is