Sálmabók

94b. Við freistingum gæt þín

1 Við freistingum gæt þín
og falli þig ver
því freisting hver unnin
til sigurs þig ber.
Gakk öruggur rakleitt
mót ástríðuher
en ætíð haf Jesúm
í verki með þér.

2 Hinn vonda soll varast
en vanda þitt mál
og geymdu nafn Guðs þíns
í grandvarri sál,
ver dyggur, ver sannur
því Drottinn þig sér,
haf daglega Jesúm
í verki með þér.

3 Hver sá er hér sigrar
skal sigurkrans fá,
í trúnni vér vinnum
þótt verði margt á
því sá er oss hjálpar
við hrösun oss ver.
Ó, hafðu þinn Jesúm
í verki með þér.

T Horatio R. Palmer 1868 – Matthías Jochumsson – Sb. 1886
Yield not to temptation
L Jóhann Helgason 1978
Eldra númer 124
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is