Sálmabók

96. Íþyngi sorg þínu hjarta

1 Íþyngi sorg þínu hjarta hér
hiklaust þá flýðu til Jesú,
virðist þér lokaður vegur hver
viska hans sér þó ráð.
Enginn jafnast á við hann,
öllum vanda ráð við kann,
Jesús er freistarann sjálfan sá
en sigur vann.

2 Freisting ef verður að falli þér
frelsarinn neyð þína skilur,
sér hversu byrði þín erfið er
en hann veit líka ráð.
Enginn jafnast á við hann ...

3 Áttu' ekki lengur nóg afl og þor?
Aftur það veitir þér Jesús!
Enn meir en áður mun kraftur vor
aukast af miskunn hans.
Enginn jafnast á við hann ...

4 Bið þú í auðmjúkri bæn og trú,
blessun þá Jesús mun veita.
Eld hans og djörfung munt eignast þú,
elska hans megnar það!
Enginn jafnast á við hann ...

T Elsa K. Eklund 1936 – Bjarni Eyjólfsson, 1941
Är du bedrövad, av sorger trängd
L Elsa K. Eklund 1936
Är du bedrövad, av sorger trängd

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is