Sálmabók

97a. Víst er ég veikur að trúa

Víst er ég veikur að trúa,
veistu það, Jesú, best,
frá syndum seinn að snúa,
svoddan mig angrar mest.
Þó framast það ég megna
þínum orðum ég vil
treysta og gjarnan gegna,
gef þú mér náð þar til.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 15
L Gesius 1603 – Ssb. 1936
Befiehl du deine Wege
Sálmar með sama lagi 635
Eldra númer 125
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is