Ferming

Ferming þýðir staðfesting. Staðfesting þess að fermingarbarnið vill þiggja þá samfylgt með Guði sem beðið var fyrir í skírninni. Eftir fræðslu um kjarna kristinnar trúar fer femngarbarnið með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun.

Hvernig fer ferming fram?

Fermt er við messu og fyrir ferminguna sækir fermingarbarnið fræðslu hjá prestinum sínum eða fermingarfræðara.

Það er misjafnt eftir kirkjum hvernig fermingarfræðslan fer fram en hún gengur alltaf út á fræðslu og samtöl um kristna trú. Í fermingarfræðslunni er einnig rætt um margar stórar spurningar eins og tilgang okkar og eilífa lífið. Sjá má mörg af umfjöllunarefnum fermingarfræðslunnar á fermingarsíðu kirkjunnar.

Fermingarbörn velja sér ritningarvers fyrir fermingarathöfnina og mörg þeirra muna versið sitt alla ævi.

„Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta“ I.Tm 6.12

Formsatriðin

Skráning í fermingarfræðslu fer fram í þinni sóknarkirkju og gott er að huga tímalega að skráningu.

Gjald fyrir fermingu árið 2019 er kr. 19.146.