
Þessi gæðastund er afar einföld í framkvæmd.
Gæðastundir
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjám og öðrum snjalltækjum.
Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:
Ofurheyrn og ofursjón
Finnið ykkur góðan og öruggan stað í skjóli og leggjast niður á jörðina með barninu.
Lokum augunum: Hvaða hljóð heyrum við?
Opnum augun: Hvað sjáum við?
Ef það er dimmt og stjörnubjart má skoða stjörnurnar.
Ef það er bjart má skoða skrýtnar skýjamyndir. (Þetta ský er eins og önd 😉).
Það má svo færa fjör í leikinn með því að finna lítinn hól eða brekku og renna sér eða rúlla niður.
Það er kannski svolítið fyndið að sjá mömmu eða pabba rúlla sér!
Til minnis:
Förum sparlega með skjátímann. Aukum gæðastundir.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.- 4.bekkur: Hámarkssjátími 90 mínútur á dag.