Tónskólinn býður upp á endur- og símenntun á sviði kirkjutónlistar einkum í orgelleik, söng og ryþmískum hljómborðsleik. Auk þess eru reglulega haldin styttri námskeið sem auglýst eru hér undir þessum flipa. Skráning á endurmenntunarnámskeið fer fram í tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is.
Orgelleikur
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í orgelleik. Hægt er að sækja einkakennslu í orgelleik víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig en einnig þá sem langar að kynnast hljóðfærinu án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Söngur
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í söng. Hægt er að sækja einkakennslu í söng víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra, söngvara í kirkjukórum, presta og guðfræðinema sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Ryþmískur hljómborðsleikur
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í ryþmískum hljómborðsleik. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Verð á einkatímum
Hver einkatími er 40 mínútur.
3 tímar: kr. 24.000,-
5 tímar: kr. 37.500,-
14 tímar (heil önn): kr. 112.000,-
Tónskóli þjóðkirkjunnar býður upp á námskeið í raddbeitingu og framsögn í umsjá þeirra Davíðs Þórs Jónssonar, prests og leikara og Laufeyjar Helgu Geirsdóttur, söngkennara. Kennt verður í litlum hópi þar sem bæði verður farið yfir raddbeitingartækni, framsagnaræfingar og fleira gagnlegt sem tengist því að koma fram og nota röddina.
Námskeiðið fer fram í Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudagskvöldin 12., 19. og 26. febrúar kl. 19:30-21:00. Bæði verður hópnum kennt öllum saman en einnig skipt í minni hópa.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns svo það gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Verð fyrir námskeiðið er 18.900 en margir eiga rétt á styrk frá stéttarfélögum vegna námskeiða Tónskólans.
Afsláttur er 50% fyrir starfandi presta og djákna Þjóðkirkjunnar sem og guðfræðinema við Háskóla Íslands.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið tonskoli@tonskoli.is