Gleðileg jól!

23. desember 2017

Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Biskupsstofa er lokuð á aðfangadegi jóla og verður næst opin miðvikudaginn 27. desember. Helgihald er í kirkjunum um land allt á jólum. Upplýsingar um helgihald er að finna í dagbókinni á kirkjan.is og á vefjum sókna og prófastsdæma.

Ríkisútvarpið útvarpar hátíðarguðsþjónustu úr Dómkirkjunni í Reykjavík á aðfangadagskvöld kl. 18, sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur, prédikar, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Aftansöngur jóla verður sendur út í Ríkissjónvarpinu kl. 22 á aðfangadagskvöld. Guðsþjónustan var tekin upp í Dómkirkjunni þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sóknarpresti. Fermingarbörn taka þátt, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars dómorganista.

Starfsfólk Biskupsstofu óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að helgum tíðum.

Gerast mun nú brautin bein,
bjart í geiminum víðum.
Ljómandi kerti’ á lágri grein
líður að helgum tíðum.

Heimsins þagna harmakvein,
hörðum er linnir stríðum.
Læknast og þá hin leyndu mein,
líður að helgum tíðum.

Sálmur 722 – Íslensk þjóðvísa – 2.-3. v. Jóhannes úr Kötlum


  • Frétt

Sr. Þuríður Björg fyrir miðri mynd-mynd LWF/Albin Hillert

Undirbúningsfundur fyrir Heimsþing Lútherska heimssambandsins

24. mar. 2023
.....viðtal við sr. Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur
Hin mörgu andlit kirkjunnar

Þjóðkirkjan er aðili að mörgum alþjóða samtökum

23. mar. 2023
......meira um samkirkjumál
Hlaupið að bjöllunni

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mar. 2023
....krakkar frá Reyðarfirði unnu