Tilnefning hafin í kjöri til vígslubiskups í Skálholti

2. febrúar 2018

Tilnefning hafin í kjöri til vígslubiskups í Skálholti



Tilnefningin mun verða rafræn og standa frá kl. 12:00 hinn 2. febrúar 2018 og ljúka kl. 12:00 hinn 7. febrúar 2018.

Í 1. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017 segir:

Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að teknu tilliti til 3. mgr.

Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 9. mars til og með 21. mars 2018, en um er að ræða póstkosningu.

Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefninga og kosningu eru í starfsreglum nr. 333/2017, sem unnt er að nálgast á eftirfarandi vefslóð: Stjórnartíðindi

Farið er á þessa síðu til að tilnefna. Tilnefna
  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Fræðsla

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi