Vonir og væntingar nýs æskulýðssambands

2. febrúar 2018

Vonir og væntingar nýs æskulýðssambands

Fimmtudaginn 25. janúar fór fram stofnfundur Æskulýðssambands Kjalarnessprófastsdæmis í Ástjarnarkirkju. Fundinn sóttu prestar, æskulýðsfulltrúar og æskulýðsstarfsfólks Kjalarnessprófastsdæmis.

Eftir að fundur var settur flutti prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, ávarp þar sem hún fagnaði stofnun æskulýðssambandsins og þakkaði undirbúningshópnum fyrir hans starf, en í honum sátu sr. Arna Grétarsdóttir, Anrór Bjarki Blomsterberg, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson og sr. Stefán Már Gunnlaugsson. Þá var farið yfir stöðu æskulýðsmála í prófastsdæminu, en í öllum kirkjum er boðið upp á Sunnudagaskóla, starf fyrir börn á aldrinum 7-12 ára aldurs og er áberandi framboð kóra- og listastarfs. Margir söfnuðir eru með starf fyrir unglinga og/eða eiga samstarf við KFUM og KFUK um æskulýðsstarfið.

Lög félagsins voru lög fram og þau samþykkt með nokkrum breytingum og var félagið þá formlega stofnað. Í fyrstu stjórn sambandsins voru kosin: Arnór Bjarki Blomsterberg, Erla Björg Káradóttir, Guðjón Andri R. Reynisson, María Gunnarsdóttir og Óskar Birgissson. Varamenn eru: Sigurður Grétar Sigurðsson og Berglind Hönnudóttir. Á næst dögum hittist stjórnin og skiptir með sér verkum.

Í umræðum um vonir og væntingar til hins nýstofnaða sambands komu fram margar áhugaverðar hugmyndir sem stjórn sambandsins vinnur frekar úr og einnig vilji til aukinnar samvinnu. Mikil tækifæri felast í aukinni samvinnu, t.d. sameiginlegum viðburðum, mótum, námskeiðum og nánari samstarfi.

Nýrri stjórn er óskað velfarnaðar og ljóst er að framundan eru spennandi tímar í æskulýðsstarfinu innan Kjalarnessprófastsdæmi.

  • Alþjóðastarf

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Fræðsla

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju