Kyrrðardagar kvenna

19. febrúar 2018

Kyrrðardagar kvenna

Leiðsögn Guðs – „Þitt orð er lampi fóta minna…“ (Sálm. 119:105) er yfirskrift Kyrrðardaga kvenna en þeir eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál.

Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 22. febrúar kl.18:00 og þeim lýkur með þátttöku í messu sunnudag 25. febrúar kl. 11.

Boðið er upp á einfalda dagskrá og þátttaka í henni er boð til þín en ekki skylda. Skálholt hefur upp á mikið að bjóða og þú hefur frelsi til að njóta þess á þinn hátt. Í kyrrð og þögn má komast í nánara samband við Guð og njóta þess að hlusta á hann.

Gönguferðir í umhverfi Skálholt eru líka nærandi fyrir líkama og anda. Boðið er upp á bænagöngu í dagskránni og gott er að hafa meðferðis hlýjan fatnað og gönguskó.

Ef þú hefur sérstakar þarfir varðandi mat eða annað varðandi dvölina biðjum við þig að láta vita til Hólmfríðar Ingólfsdóttur netfang holmfridur(hjá)skalholt.is. Fullnaðargreiðsla þátttökugjalds er á staðnum og gott er að ganga frá henni á föstudegi.

Best er að vera komin í Skálholt milli 17.00-18.00 hitta aðrar konur og koma sér vel fyrir á staðnum.

Allra veðra er von í febrúar. Okkur er það kappsmál að veður eða færð á vegum verði ekki til að hindra þátttöku þína í kyrrðardögunum. Þess vegna hvetjum við þig til að hafa samband við Hólmfríði Ingólfsdóttur ef þú óskar þess að vera samferða öðrum í Skálholt.

Umsjón hafa Þórdís Klara Ágústsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Ástríður Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir.

Dagskrá:

Fimmtudagur 22 febrúar.

Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja

Kl. 18.30. Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 20.00 Kynning í setustofu: dagskrá og hagnýt atriði

Kl. 21.00 Bæn og innleiðing í þögnina Kapella

Föstudagur 23. Febrúar.

Kl. 07.30 Vakið með söng

Kl. 08.00 Messa Skálholtsdómkirkja

Kl. 09.00 Morgunverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 10.00-10.40 Samvera Skálholtsskóli – setustofa

Íhugun, bæn – söngur

Kl. 12.30 Hádegisverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 14.00 Kyrrðar- og bænaganga

Kl. 15.00-16.00 Eftirmiðdagshressing Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 15.30-17.30 Boðið upp á fyrirbæn Skálholtsskóli – kapella

Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja

Kl. 18.30 Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 20.00 Bænasamvera Skálholtsskóli – kapella

Laugardagur 24. Febrúar.

Kl. 07.30 Vakið með söng

Kl. 08.00 Messa Skálholtsdómkirkja

Kl. 09.00 Morgunverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 10.00-10.40 Samvera Skálholtsskóli – setustofa

Íhugu, bæn – söngur

Kl. 12.30 Hádegisverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 15.00-16.00 Eftirmiðdagshressing Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 15.30-17.30 Boðið upp á fyrirbæn Skálholtsskóli – kapella

Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja

Kl. 18.30 Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 20.00 Samvera Skálholtsskóli – kapella

Sunnudagur 25. Febrúar.

Kl. 08.30 Vakið með söng

Kl. 09.00 Samvera – fararbæn og blessun Skálholtsskóli – kapella

Þögin rofin

Síðan morgunverður Skálholtsskóli – matsalur

Kl. 11.00 Messa Skálholtsdómkirkja

Skráning hér,

  • Fræðsla

  • Námskeið

  • Viðburður

  • Fræðsla

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju