Bænadagur kvenna 2018

28. febrúar 2018

Bænadagur kvenna 2018

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars nk. Efni bænadags kvenna kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður haldin í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, og hefst kl. 20. Mikill söngur og hlýlegt andrúmsloft. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, syngur undir stjórn og undirleik Keith Reed. Í Vestmannaeyjum hittist fólk kl. 16.30 við Ráðhús/safnahús í hjarta bæjarins og þaðan verður farið í bænagöngu. Kl. 17.15 er síðan samverustund í Landakirkju. Á Egilsstöðum verður helgistund kl. 17 í safnaðarheimilinu, Hörgsási 4. Í Miðfirði hefst samveran í safnaðarheimilinu á Melstað þar sem sýndar verða myndir og súrínamskur matur boðinn til smökkunar og síðan er haldið til kirkju. Þið eruð öll velkomin á þessar samveru- og bænastundir.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Viðburður

Skrifstofa_nordurland.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands verður á Norðurlandi í vikunni

22. jan. 2025
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, flytur skrifstofu sína á Norðurland. Boðið verður upp á opna viðtalstíma á Húsavík og súpufund á Akureyri.
Kristján Björnsson vígslubiskup

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. jan. 2025
...í Bústaðakirkju
Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR