Börn og unglingar safna fyrir steinhúsum

28. febrúar 2018

Börn og unglingar safna fyrir steinhúsum

Börn og unglingar safna fyrir steinhúsum
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 4. mars, en þennan dag er athyglinni sérstaklega beint að börnum og unglingum og þau hvött til virkrar þátttöku í kirkjustarfi og guðsþjónustum dagsins. Að þessu tilefni stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Níu kirkjur taka þátt og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti og er eftirfarandi.

Sunnudagurinn 4. mars

§ Grindarvíkurkirkja
Börn og unglingar munu leiða æskulýðsmessu kl. 11:00. Eftir messu verður kaffisala sem fermingarbörn sjá um. Kaffi og múffur kr. 500.- kr.

§ Vídalínskirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barna- og unglingakórinn syngur, brúðuleikrit og mikill söngur. Vöfflusala í safnaðarheimilinu eftir stundina.

§ Bessastaðakirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 og kl. 17:00 verður æskulýðsmessa með þátttöku fermingarbarna og ungling í æskulýðsfélaginu. Tekið við framlögum í messukaffi.

§ Brautarholtskirkja
Fjölskyldumessa kl. 11:00. Tekið við samskotum og eftir messuna munu unglingar ganga í hús og safna framlögum.

§ Hafnarfjarðarkirkja
Útvarpað frá fjölskyldumessu kl. 11:00. Tekið við samkotum við guðsþjónustuna og eftir messu er boðið upp á djús, kaffi, kleinur og snúða.

§ Útskálakirkja
Tekið við samskotum við sameiginleg æskulýðsmessa Útskálaprestakalls kl. 11:00 í Útskálakirkju.

§ Víðistaðakirkja
Fjölskylduhátíð kl. 11:00 og Sirkus Ísland kemur í heimsókn. Tekið við samskotum.

Sunnudagurinn 11. mars

§ Keflavíkurkirkja
Fjölskyldumessa kl. 11:00 með þátttöku barna í söng- og leikstarfi kirkjunnar ásamt fermingarbörnum. Boðið upp á súpu eftir messu og tekið við frjálsum framlögum. Æskulýðsmessa kl. 20:00. Hljómsveitin Sálmari, vitnisburður frá ungu fólki og fermingarbörnin flytja bænir. Eftir messu verður kaffihús í umsjón ungleiðtoga og fermingarbarna. Kaffi, kakó og heimabakað verður selt á 500.- kr.

Sunnudagurinn 18. mars

§ Ástjarnarkirkja
Eftir fjölskyldumessu kl. 11:00 verður kaffihús, þar sem boðið verður upp á kaffi, kökur og vöfflur til sölu.

Með steinhús eignast börn og unglingar í Úganda ekki aðeins heimili, heldur veitir það skjól fyrir vindi, rigningu og nætursvalanum og einnig vörn gegn smiti og sjúkdómum. Af bárujárnsþakinu er hægt að safna vatni og munaðarlausir unglingar læra að byggja og halda við húsum. Nýtt hús er því eins og margföld blessun fyrir börnin í Úganda.

Að verkefninu kemur Hjálparstarf kirkjunnar auk safnaðanna í Kjalarnessprófastsdæmis, en það er svo mikilvægt að börn og unglingar finni að með sameiginlegu átaki geta þau lagt svo mikið að mörkum og hjálpað örsnauðum. Söfnunin var haldin í fyrsta skiptið í fyrra, en þá safnaðist fyrir tveimur steinhúsum og nú er stefnan sett á þrjú hús.

Fleiri myndir má finna hér.
  • Æskulýðsmál

  • Auglýsing

Börnin fá kleinu

Fjölsótt kirkjuafmæli

17. sep. 2024
...40 ár frá vígslu Langholtskirkju
Kristín og Steinunn

Biskupskápa hönnuð og saumuð af íslenskum konum

17. sep. 2024
... fagurblá með birkigreinum
Dómkirkjan í Reykjavík

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni

17. sep. 2024
...alla miðvikudaga kl. 18:00