Framtíð í von

18. október 2018

Framtíð í von

Ákall frá umhverfisneti evrópskra kirkna, ECEN vegna loftslagsbreytinga og svartrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna

12. þing ECEN var haldið 6.-10. október s.l. í Katowice í Póllandi og var yfirskrift þingsins „Leiðin að efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti“. Þátttakendur voru 85 frá 22 löndum í Evrópu og utan. Yfirskrift þingsins var úr spádómsbók Jeremía: „Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð“.

Við komum saman til að gleðjast í sköpunarverki Guðs og til að minna okkur á að því er alls staðar ógnað, – að kirkjur í Evrópu og annars staðar eru skyldugar að vernda sköpunina; í helgihaldi, með aðgerðum og með því að taka málstað umhverfisins.

Við heyrðum af viðleitni kirkna og veraldlegra yfirvalda í Efri Slesíu til að minnka loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda og að umbreyta hagkerfi héraðsins úr því að reiða sig á kol í sjálfbærara hagkerfi.

Tengslin milli efnahags og umhverfismála voru í brennidepli á þinginu; leiðir voru kannaðar hvernig skipta mætti auðlindum með réttlátari hætti um leið og gætt væri að efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti.

Þá var þess minnst að 20 ár eru liðin frá stofnun ECEN. Í fyrsta sinn sjáum við nú í Evrópu hvernig hreyfing grænna kirkna, umhverfis-kirkna og umhverfissafnaða vex ásmegin. Trúarsamfélög bera út þennan boðskap í helgihaldi, í aðgerðum og málsvörn: Ábyrgð okkar og skylda er að ala önn fyrir sköpunarverkinu. Við fögnum þessum árangri og hvetjum allar kirkjur að taka þátt í grænni hreyfingu kirknanna.

Hver er vandinn?

Á tuttugu árum hefur orðið gríðarleg breyting á því hvernig við nýtum náttúruauðlindir. Við höfum orðið vitni að því að líffræðileg fjölbreytni hefur skaðast og hruni vistkerfa um heim allan með þeim afleiðingum að vísindamenn tala um nýja fjöldaútrýmingu tegunda. Eyðing skóga stuðlar að loftslagsbreytingum og mannkynið hefur dælt gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið í hættulegu magni, sérstaklega með því að brenna jarðefnaeldsneyti. Afleiðingin er loftslagsbreytingar en þær eru hafnar yfir allan vafa.

Á meðan við funduðum í Katowice var birt skýrsla frá svokölluðum Intergovernmental Panel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Þar var sett fram hvað þyrfti til að takmarka hækkun hitastigs við 1,5 gráðu og hvað mundi gerast ef því markmiði væri ekki náð. Það takmark krefst hraðra og róttækra breytinga sem eiga sér ekki fordæmi. Sú róttæka breyting þarf að byrja í dag svo forðast megi hættulegar loftslagsbreytingar og til að ná sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Ef við bregðumst ekki við með raunverulegum aðgerðum til að draga úr losun skaðlegra lofttegunda fer hitastigið á jörðinni ekki aðeins yfir 1,5 gráðu heldur einnig 2,0 gráður. Þetta mun gerast ef þeir aðilar sem undirrituðu Parísarsáttmálann bregðast ekki betur en hingað til.

Við höfum verið upplýst og við höfum enga afsökun! Þá höfum við fólk trúarinnar siðferðislega skyldu til að sinna þeim berskjölduðu fyrst í köllun okkar að lækna jörðina. Yfirskrift ECEN þingsins er „að veita yður vonarríka framtíð“. Það er ekki valkostur að leiða hjá sér niðurstöður vísinda né að láta óttann ná töku á sér.

Trúin boðar okkur von; von sem er hvorki einfeldningsleg né byggir á óskhyggju.

Af hverju skyldum við gera þetta?

Við viljum „vonarríka framtíð“. Vísindin segja okkur hvað er að gerast; trúin segir okkur af hverju við eigum að bregðast við. Við verðum að grípa til aðgerða núna ef við viljum að lífið á jörðinni eigi sér vonarríka framtíð.

Í 6. Kafla Jóhannesarguðspjalls, v. 1-11 heyrum við um mettum fimm þúsundanna og um mikilvægi þess að deila gæðum. Það er varnarlaust barn sem deilir brauði og fiski. Það er barn sem deilir með öðrum og er innblástur til eftirfylgdar. Að deila er leiðin að réttlæti umhverfisins, ekki græðgi.

Við verðum, jafnt einstaklingar sem samfélög að minnka fótsporið í umhverfinu, sérstaklega kolefnisfótsporið. Það auðlindahagkerfi og lífsstíll sem við lifum er ekki sjálfbær. Hagkerfi framleiðslu og neyslu þarf að breytast mjög hratt í átt að hagkerfi með lítilli losun koltvísýrings og réttlátari skiptingu auðlinda.

Við áköllum ríkisstjórnir og þau sem taka pólitískar ákvarðanir:

        Að taka ástandið alvarlega og breyta í samræmi: Að skuldbinda sig til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við skýrslu Sameinuðu þjóðanna.
        Vinna að sjálfbærri framtíð og ferlum sem styðja þau sem eru veikust fyrir. Engin afsökun er hér tekin gild.
        Í ljósi væntanlegrar umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) í Katowice þá köllum við eftir sjáanlegum og áþreifanlegum aðgerðum af allra hálfu.

Við áköllum kirkjur og trúarsamfélög:

        Að hefja samræður á breiðum grunni milli kirkna og samfélagsins i heild um breytingar til að ná fram sjálfbærari og jafnari lífsstíl; að virða sköpunarverkið, – að vinna að réttlátri umbreytingu í átt að hagkerfi lítils koltvísýrings og         að tryggja meira réttlæti fyrir kynslóðir framtíðarinnar.
        Að styðja, örva og efla umhverfisverkefni í trúarsamfélögum og kirkjum í því augnamiði að bregðast við umhverfisvá.
        Að segja sögu vonar sem horfist í augu þá alvöru sem aðstæðurnar kalla eftir en veitir einnig sýn á réttlátari og sjálfbærari framtíð.
        Að þróa guðfræði og helgihald sem lætur sér annt um sköpunarverkið; m.a. Tímabil sköpunarverksins og veitir því inn í kirkjuárið í opnum samkirkjulegum anda.
  • Alþjóðastarf

  • Ályktun

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra