Hugleiðingar um útvarpsmessu

18. desember 2018

Hugleiðingar um útvarpsmessu

útvarpsmessa háteigs.jpg - mynd

Það var falleg jóla og aðventuguðsþjónusta frá Háteigskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu. Notast var við fallegt form þar sem skiptast á ritningarlestrar og jólasálmar. Sr. Eiríkur Jóhannsson prestur kirkjunnar leiddi stundina ásamt Guðnýju Einarsdóttur organista, sem einnig stjórnaði kórnum og lék hún undir á sílafón í einu lagi. Tónlistin var fjölbreytt jóla og aðventutónlist frá ýmsum tímum. Hér eru upphafsorð Sr. Eiríks þar sem hann kynnir stundina:

,,Ég heilsa ykkur í Jesú nafni kæri söfnuður hér í Háteigskirkju og sömuleiðis ykkur sem til heyra frá viðtækjum víðs vegar um landið."

Form guðsþjónustunnar var með nokkuð öðrum hætti en vanalega. Formið á rætur að rekja til kapellu King´s College í Cambridge á Englandi sem hefur verið notað þar á aðventunni allt frá 1918. Um er að ræða sálmasöng, tónlist og lestur texta úr ritningunni er hæfa aðventu og jólum.

Við skulum því að þessu sinni láta það verða yndi okkar og gleði að heyra enn á ný boðskap englanna og halda í huga og hjarta til Betlehem og líta í anda barnið sem lagt er þar í jötu. Við lesum og íhugum frásagnir heilagrar ritningar um ráðsályktun Drottins frá öndverðu og allt til dags endurlausnar hans sem birtist í þessu heilaga barni.

Við biðjum fyrir heiminum sem hann kom til að frelsa, fyrir friði á jörðu og öllum jarðarbörnum, fyrir einingu kirkjunnar og fyrir landi og þjóð.
Megi auðmýkt hirðanna og trú vitringanna, fögnuður englanna og friður Jesúbarnsins verða gjöf Guðs okkur til handa um þessi jól og allar stundir.

Amen.

Stundinni var útvarpað og hlusta má á upptökuna hér á vef Rúv.

Sr. Sigfús Kristjánsson, verkefnastjóri fræðslu- og kærleiksþjónustu.

  • Frétt

Hús einingarinnar.jpg - mynd
16
jan

Samkunduhús, kirkja og moska í einu húsi

Nú stendur til að reisa í Berlín sameiginlegt guðsþjónustuhús fyrir þau sem aðhyllast gyðingdóm, kristni og islam
Söngdagur 2019.jpg - mynd
15
jan

Söngdagur með kirkjukórum í Skagafirði

Sunnudaginn 13. janúar komu kirkjukórar í Skagafirði saman til söngdags á Löngumýri
ritröð guðfræðistofnunnar.jpg - mynd
15
jan

Ritröð Guðfræðistofnunar nú aðgengileg öllum

Öll tölublöð Ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands eru nú aðgengileg lesendum í opnu og stafrænu formi