Fyrstu jólin á Íslandi

21. desember 2018

Fyrstu jólin á Íslandi

Hvað eru jól? Jólin eru auðvitað stór kristileg hátíð víða um heim. Tvö þúsund árum eftir fæðingu Jesú Krists hafa jólin þróast í mismunandi átt og á fjölbreytlega vegu.

Jólin eru hluti af kirkjuárinu og því skiljum við kirkjunnar fólk þau í samhengi við aðra hluta kirkjuársins líkt og við ævi Jesú sem heild. Því fögnum við þeim sem mikilvægum tíma í trúarlífi okkar. Margir Íslendingar telja þau einnig fjölskylduhátíð og halda upp á þau sem slík.

Eigandi verslunnar eða hótels mun sjá jólin sem tækifæri fyrir viðskipti. Viðbrögð fólks við jólunum í dag eru eins mismunandi og jólin sjálf birtast í mismunandi formi. En öll slík viðbrögð birtast í þessum eina viðburði. Svona eru jólin.

Sumt fólk er að upplifa jól á Íslandi í fyrsta skipti á ævi sinni. Það gæti verið innflytjendur, farandverkamenn, ferðamenn eða flóttamenn þ.á.m. fólk sem sækir um alþjóðlegavernd og bíður núna eftir úrskurði yfirvalda.

Auðvitað eru viðbrögð fólksins við íslensku jólunum mismunandi. Komi maður erlendis frá mun það skipta máli hvort maður sé kominn frá kristilegum menningarheimi eða ekki, og einnig hvort maður eigi fjölskyldu hér eða ekki.

Ég er prestur innflytjenda og hef þjónað sérstaklega meðal umsækjenda um alþjóðlegavernd, það er að segja hælisleitendur, undanfarin fjögur - fimm ár. Þetta hefur gert mér kleift að sjá hvernig fólkið heldur jólin. Það hefur reynst mér mikið umhugsunarefni.

Flestir sem mæta í samkomu hjá mér í kirkjunni eru ekki frá kristnum löndum. Stór meirihluti þeirra komu í kirkju í fyrsta skipti eftir að þeir komu til Ísland. Náttúrlega vita þeir ekki mikið um kristni og kirkju. Þeir þekkja jólin aðeins að nafninu til.

Samt njóta margir þeirra hátíðarinnar virkilega með íslenskum vinum. Hafi þeir eignast svo góða vini sem hafa boðið þeim að eyða jólunum með þeim. Öðrum getur fundið þau einangrandi af því að þeir finna hvergi stað til að vera. Kirkjan reynir aðkoma til móts við þá með því að bjóða þeim í aðventusamkomu eða í jólamessu, en því miður dugar það ekki alltaf.

Ég man vel eftir því þegar ég heimsótti tvo hælisleitendur á gistiheimili þeirra fyrir fjórum árum. „Þessi jól” sögðu þeir og bentu á jólasljósin í bænum sem sáust út úr herbergisglugganum þeirra: „ hafa ekkert samband við okkur. Við erum utan jólanna.“

Ég upplifi að margir hælisleitendur beri með sér svipaða tilfinningu, jafnvel þó þeir virðist skemmta sér á jólunum. Og þetta tel ég vera til marks um takmarkanir hinna veraldalegu jóla. Jólaskreytingar í fjölbreyttum litum, hangikjöt og vínglas á borði særa ekki burt þann skugga sem hvílir á hjarta fólks á flótta.

En að taka eftir þessu leiðir okkur um leið að hinni upphaflegu og sönnu merkingu jólanna. „Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg.“(Lk.1:78-79)

Í hvaða átt sem jólin eru búin að þróast í og með hvaða hætti sem fólk heldur upp á þau, er upphafleg gleði jólanna ekki komin frá hamingju fólks sem lifir góðu lífi, heldur úr hjörtum fólks sem sat í myrkri og skugga, þar sem því var gefið von. Jólin voru hátíð fólks sem sat í myrkri og skugga.

Það er ekki svo að jólin séu einnig hátíð sem færir gleði sína til fólks í skugga, heldur að jólin voru, og eru, hátíð vonlausra í myrkri. Og vonin, sem er Jesús Kristur, er komin til þeirra.

Ef við höldum fast í þennan kjarna jólanna, mun enginn vera einangraður frá gleði jólanna. Jólin, í eðli sínu, útiloka engan.

Það er satt að ekki allt flóttafólk sem mætir í kirkju skilur jólin. Fyrir marga eru jólin aðeins hátíð. Skilningurinn kemur skref fyrir skref og það er ábyrgð mín og annars kirkjufólks að veita fólkinu aðstoð svo að það öðlist sanna merkingu jólanna og rétt sýn á kristni og kirkjunna.

Það mun taka tíma og ég er sjálfur ekki með neitt jólastress yfir að þurfa að láta öllu fólki líða vel á jólunum. Gleðin sem fylgir komu frelsarans takmarkast ekki við tímabil jólanna, heldur er hún alltaf til staðar.

Við í kirkjunni eigum alltaf að ganga með þessa gleði í brjósti okkar og annast sérhvert tækifæri við fólk í myrkri almennilega og benda á ljósheimsins. Gleði jólanna er þannig ekki aðeins í skammdeginu, heldur sprettur hún upp á öllum árstíðum.

Gleðileg jól!

Toshiki Toma, prestur innflytjenda 




  • Frétt

Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir

Sr. Sigríður skipuð prófastur

15. apr. 2024
...í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
LWF logo.jpg - mynd

Verkefnastjóri á sviði helgihalds

12. apr. 2024
…hjá Lútherska Heimssambandinu