Samkunduhús, kirkja og moska í einu húsi

16. janúar 2019

Samkunduhús, kirkja og moska í einu húsi

Hús einingarinnar.jpg - myndByggingar trúfélaga geta reynst dýrar. Nú stendur til að reisa í Berlín sameiginlegt guðsþjónustuhús fyrir þau sem aðhyllast gyðingdóm, kristni og islam. Sem sé samkunduhús, kirkja og moska í einu húsi sem kallast mun Hús einingarinnar. Fordyri verður sameiginlegt. Áætlað er að fyrsta skóflustunga hússins verði tekin á næsta ári.

Þetta má ekki skilja svo að hin stóru trúarbrögð gefi eitthvað eftir í kenningum sínum og boðun. Hins vegar viðurkenna þau með sýnilegum hætti ólíkar hefðir og sameiginlega sögu þegar skref þetta verður tekið.

Sá staður sem orðið hefur fyrir valinu undir Hús einingarinnar er sögulegur út af fyrir sig. Húsið verður reist á Péturstorgi í miðborg Berlínar en þar má finna rústir af kirkju frá árinu 1237. Kirkjan sú var jöfnuð við jörðu á tíma kommúnismans í Austur-Þýskalandi og lóðin nýtt sem bílastæði. Á þessu ári verða rústir kirkjunnar grafnar upp og svæðið allt rannsakað áður en hafist verður handa við að reisa þetta einstaka guðsþjónustuhús.

Helgihaldsrými hverra trúarbragða fyrir sig er svipað að stærð en úr þeim öllum er gengið inn í sameiginlegan forsal. Úr forsalnum verður hægt að ganga niður í grafhvelfingu gömlu Péturskirkjunnar. Forsalinn má einnig nota fyrir ýmsa viðburði.
Þeir fulltrúar kristninnar, gyðingdóms og islams sem hafa haft forgöngu um þetta verkefni eru á einu máli um að með því sé ekki alls ekki verið að blanda saman ólíkum trúarbrögðum heldur sé um hagkvæmissjónarmið að ræða. En ekki síst sé verið að sýna fram á í verki með þessari byggingu að ólík trúarbrögð geta unnið saman í bróðerni og systerni eða með öðrum orðum verið undir sama þaki.
Þýska sambandsstjórnin hefur stutt við verkefnið með framlagi sem nemur tíu milljónum evra.

Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst með þetta. Spurning er hvort þetta sé það sem koma skuli.

Fréttin er fengin af: https://www.religion.dk/
  • Frétt

7 leikkonur Hki_DSF4948.jpg - mynd
17
apr

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Hallgrímskirkju föstudaginn langa 19. apríl kl 13 - 18.
páskar1.jpg - mynd
17
apr

Páskar 2019

Biskup Íslands óskar þér gleðilegra páska: Megi boðskapur páskanna vitja þín, tala til þín, hafa áhrif á líf þitt og færa þér gleði og frið. Gleðilega páska.
Kópavogskirkja upplýst 2019. Fólk virðir fyrir sér fagra lýsinguna..jpg - mynd
17
apr

Kópavogskirkja upplýst

Kópavogskirkja er elsta kirkja Kópavogsbæjar og var reist á árunum 1958-1962. Hún er helsta kennileiti bæjarins og er hluti af bæjarmerki Kópavogs.