Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

26. febrúar 2019

Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

tálknafjarðarjazz.jpg - myndSunnudaginn 24. febrúar sameinuðust kirkjukórar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals í söng á nýjum og eldri sálmum undir stjórn Mayu Worthmann og Marte Strandbakken. Með þeim lék jazztríó skipað Þór Breiðfjörð söngvara, Jóni Rafnssyni, á bassa og Vigni Þór Stefánssyni á píanó. Einar Bragi Bragason,skólastjóri Tónlistarskólans á Patreksfirði, skreytti flutninginn með saxófón- og flautublæstri.

Þetta verkefni var í umsjá söngmálastjóra og Kristjáns Arasonar, sóknarprests, með stuðningi frá 5 alda nefnd Lútersársins, Héraðssjóði prófastdæmisins og sveitarfélaganna.

Dagskráin var undirbúin með góðum fyrirvara og síðan var æfingardagur á laugardag og tónleikadagskráin á sunnudag. Áheyrendur gerðu mjög góðan róm að dagskránni og var sérlega ánægjulegt að vinna með þessu góða og áhugasama kirkjufólki.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.
  • Frétt

Hallgrímskirkja Saurbæ.jpg - mynd
19
mar

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar
hjallakirkja.jpg - mynd
19
mar

Dagur kirkjutónlistarinnar

Verður haldinn hátíðlegur í Hjallakirkju laugardaginn 23. mars.
hateigskirkja.jpg - mynd
18
mar

„Ný hugsun – ný nálgun“

Málfundur um róttækar leiðir í helgihaldi og safnaðarstarfi