Nýr prófastur á Austurlandi

5. apríl 2019

Nýr prófastur á Austurlandi

Séra Sigríður Rún Tryggvadóttir hefur verið valin nýr prófastur Austurlandsprófastsdæmis en hún tekur við af sr. Davíð Baldurssyni.

Sigríður Rún hefur síðan 2013 þjónað sem prestur í Egilsstaðaprestakalli, með búsetuskyldu og sérþjónustu á Seyðisfirði en nú bætast prófastskyldur við þjónustu hennar. Sigríður Rún hefur lengi verið áberandi í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Frá því að hún útskrifaðist úr guðfræði með Cand. Theol. próf 2003 hefur hún unnið í fullu starfið í kirkjunni, lengst af í barna- og æskulýðsstarfi í mörgum ólíkum söfnuðum og var m.a. æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju og Ábæjarkirkju. Hún var verkefnisstjóri á biskupsstofu í verkefni sem heitir Lífsleikni Þjóðkirkjunnar og framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar.

Innsetningarmessa

Frú Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum setur sr. Sigríði Rún inn í embætti prófasts í kvöldmessu sunnudaginn 7. apríl klukkan 20:00. Ásamt þeim þjóna sr. Davíð Baldursson, sr. Þorgeir Arason og sr. Ólöf Margrét Snorradóttir fyrir altari. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Rusa Petriashvili.
Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Viðstöddum er boðið að þiggja veitingar á Hótel Öldu að messu lokinn.


  • Frétt

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut