Þrjú prestsembætti laus til umsóknar

6. apríl 2019

Þrjú prestsembætti laus til umsóknar

Biskup Íslands auglýsir eftir prestum til að sinna afleysingaþjónustu, með tímabundinni setningu í embætti sóknarprests og presta, sem hér greinir:

1. Prestsembætti í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, frá 1. september 2019 – 31. maí 2020.

2. Sóknarprestsembætti í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, frá
1. september 2019 – 31. maí 2020.

3. Prestsembætti í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. október 2019 – 31. mars 2020.


Þeir sem settir verða ábyrgjast sjálfir öflun íbúðarhúsnæðis og kostnað vegna þess- svo og vegna flutninga.

• Tjarnaprestakall er myndað af Ástjarna- og Kálfatjarnarsóknum. Íbúar prestakallsins eru um 10.000 talsins.
• Þingeyraklaustursprestakall er myndað af Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrarsóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.100 talsins.
• Dalvíkurprestakall er myndað af Dalvíkur-, Miðgarða-, Möðruvallaklausturs-, Hríseyjar- og Stærra Árskógssóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.600 talsins.
• Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.
• Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er að finna á vef kirkjunnar: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
• Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.ja inn
• Nánari upplýsingar um Tjarnaprestakall eru veittar hjá sr. Halldóru Þorvarðardóttur, settum prófasti Kjalarnesprófastsdæmis, s. 487 6585, um Þingeyrarklaustursprestakall hjá sr. Döllu Þórðardóttur, prófasti, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, s.453 8276 og um Dalvíkurprestakall hjá sr. Jóni Ármanni Gíslasyni, prófasti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis s. 866 2253 og um öll prestaköllin á Biskupsstofu, s. 528 4000.
• Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 23. apríl 2019.
• Sækja ber um rafrænt á vef kirkjunnar: www.kirkjan.is undir laus störf.
• Áskilinn er réttur til að leita samráðs við hlutaðeigandi prófasta, presta og formenn sóknarnefnda við val til ofangreindra afleysinga. Komi til þess verður þessum aðilum veittur rafrænn skoðunaraðgangur að umsóknargögnum í því skyni.


  • Frétt

Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpar rafrænt umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna

„Við þurfum gildi og von...“

27. feb. 2021
Skálholtsráðstefnu fylgt eftir...
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, flutti ávarp og blessaði starfsemina, Guðni Th. Jóhannesson flutti einnig ávarp, og Rósa Björg Brynjarsdóttir, sem veitir Skjólinu forstöðu

Skjólið opnað með viðhöfn

26. feb. 2021
...útrétt hjálparhönd
Sr. Elínborg Sturludóttir flytur hugleiðingu við upphaf örpílagrímagöngu sem farin var í gær í blíðskaparveðri

Pílagrímar í borg

25. feb. 2021
...örpílagrímagöngur eru fyrir þig