Draumur um (aðeins) betra líf!

12. apríl 2019

Draumur um (aðeins) betra líf!

Ekkert rennandi vatn, engin sorphirða, engar almenningssamgöngur. Salernið er sameiginlegur kamar í hverfinu. Stundum er hægt að stelast í rafmagn og kveikja ljós. Stundum flæðir regnvatnið inn í kofann og þá er eins gott að geta hengt húsbúnað upp á vegg. Nesti í skólann er hnefafylli af hnetum. Oft er enginn skóli vegna peningaleysis. Stundum þarf að selja líkama sinn til að brauðfæða systkinin. Oft er betra að taka þátt í þjófnaði glæpagengja. Ekkert af þessu er val. Þetta eru aðstæður sem skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar, börn og ungt fólk á aldrinum 13 – 24 ára, í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, búa við nauðugir viljugir.

Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.
Í menntasmiðjunum velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið hefur náð til yfir eitt þúsund barna og ungmenna síðustu tvör árin. Það hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs. Við erum að afla fjár núna og höfum sett inn valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2400 krónur.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar; kristin@help.is, sími 528 4406 og 615 5563.
  • Frétt

Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpar rafrænt umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna

„Við þurfum gildi og von...“

27. feb. 2021
Skálholtsráðstefnu fylgt eftir...
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, flutti ávarp og blessaði starfsemina, Guðni Th. Jóhannesson flutti einnig ávarp, og Rósa Björg Brynjarsdóttir, sem veitir Skjólinu forstöðu

Skjólið opnað með viðhöfn

26. feb. 2021
...útrétt hjálparhönd
Sr. Elínborg Sturludóttir flytur hugleiðingu við upphaf örpílagrímagöngu sem farin var í gær í blíðskaparveðri

Pílagrímar í borg

25. feb. 2021
...örpílagrímagöngur eru fyrir þig