Biskup á rafbíl

31. maí 2019

Biskup á rafbíl

Biskup á rafmagnsbíl

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan hefur látið þau mál sig miklu skipta. Ályktað hefur verið um umhverfismál á kirkjuþingi og nú síðast á Prestastefnu 2019 þar sem meðal annars var hvatt til þess að kirkjustjórnin, sóknir og prestar, stigju skref til orkuskipta í samgöngum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur nú þegar brugðist við og ekur um á rafbíl. Hún lætur vel af bílnum og aksturseiginleikum hans.

Mikil aukning hefur orðið á notkun rafbíla og hlutfall þeirra í bílaflota landsmanna fer nú ört stækkandi. Það mun vera nú um þrjú prósent. Nú eru um tíu þúsund rafbílar í bílaflota landsmanna.

Sjá ályktun Prestastefnu 2019 um umhverfismál og fleira: 

Störf Prestastefnu Íslands 2019
  • Biskup

  • Forvarnir

  • Frétt

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.