Biskup á rafbíl

31. maí 2019

Biskup á rafbíl

Biskup á rafmagnsbíl

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan hefur látið þau mál sig miklu skipta. Ályktað hefur verið um umhverfismál á kirkjuþingi og nú síðast á Prestastefnu 2019 þar sem meðal annars var hvatt til þess að kirkjustjórnin, sóknir og prestar, stigju skref til orkuskipta í samgöngum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur nú þegar brugðist við og ekur um á rafbíl. Hún lætur vel af bílnum og aksturseiginleikum hans.

Mikil aukning hefur orðið á notkun rafbíla og hlutfall þeirra í bílaflota landsmanna fer nú ört stækkandi. Það mun vera nú um þrjú prósent. Nú eru um tíu þúsund rafbílar í bílaflota landsmanna.

Sjá ályktun Prestastefnu 2019 um umhverfismál og fleira: 

Störf Prestastefnu Íslands 2019
  • Biskup

  • Forvarnir

  • Frétt

  • Biskup

Við altarið á Esjubergi - helgistund
01
jún.

Helgihald og útivist

Hellisskógur, Esjuberg og Fjarðarsel
Siglufjarðarkirkja - bekkir verða vel setnir í dag þegar nýja hljóðkerfið verður tekið í notkun
31
maí

Vegleg gjöf

Tvöföld hátíð
Hvítasunnudagur.jpg - mynd
31
maí

Gleðilegan hvítasunnudag!

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er...