Biskup á rafbíl

31. maí 2019

Biskup á rafbíl

Biskup á rafmagnsbíl

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan hefur látið þau mál sig miklu skipta. Ályktað hefur verið um umhverfismál á kirkjuþingi og nú síðast á Prestastefnu 2019 þar sem meðal annars var hvatt til þess að kirkjustjórnin, sóknir og prestar, stigju skref til orkuskipta í samgöngum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur nú þegar brugðist við og ekur um á rafbíl. Hún lætur vel af bílnum og aksturseiginleikum hans.

Mikil aukning hefur orðið á notkun rafbíla og hlutfall þeirra í bílaflota landsmanna fer nú ört stækkandi. Það mun vera nú um þrjú prósent. Nú eru um tíu þúsund rafbílar í bílaflota landsmanna.

Sjá ályktun Prestastefnu 2019 um umhverfismál og fleira: 

Störf Prestastefnu Íslands 2019
  • Biskup

  • Forvarnir

  • Frétt

  • Biskup

Einar Áskell fæst við smíðar
23
ágú.

Boðið í leikhús í kirkju

...daglegt líf verður ævintýri líkast
Helga Kolbeinsdóttir, tilvonandi æskulýðsprestur
23
ágú.

Prestsvígsla í Skálholti

...æskulýðsprestur í Digraness- og Hjallasóknum...
María, Hildur Björk og Sigfús munu kynna þjónustumiðstöðina
22
ágú.

Lífleg kynning á kirkjutorgi

Öllum sem vinna á kirkjulegum vettvangi er boðið til kirkjutorgsins