Biskup á rafbíl

31. maí 2019

Biskup á rafbíl

Biskup á rafmagnsbíl

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan hefur látið þau mál sig miklu skipta. Ályktað hefur verið um umhverfismál á kirkjuþingi og nú síðast á Prestastefnu 2019 þar sem meðal annars var hvatt til þess að kirkjustjórnin, sóknir og prestar, stigju skref til orkuskipta í samgöngum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur nú þegar brugðist við og ekur um á rafbíl. Hún lætur vel af bílnum og aksturseiginleikum hans.

Mikil aukning hefur orðið á notkun rafbíla og hlutfall þeirra í bílaflota landsmanna fer nú ört stækkandi. Það mun vera nú um þrjú prósent. Nú eru um tíu þúsund rafbílar í bílaflota landsmanna.

Sjá ályktun Prestastefnu 2019 um umhverfismál og fleira: 

Störf Prestastefnu Íslands 2019
  • Biskup

  • Forvarnir

  • Frétt

  • Biskup

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi