Litaspjald kirkjunnar

31. maí 2019

Litaspjald kirkjunnar

Color Run

Þessa dagana er litaspjald náttúrunnar að stækka og fleiri litir að koma fram eftir vetrardvalann. Tré eru farin að bruma og allt að vakna. Grasið sprettur og blómin skarta nú sínum fallegu litríku blómum. Litir blómana hafa hin ýmsu tákn og sumir litir heilla frekar en aðrir við ákveðin tilefni. Í ofanálag við liti náttúrunnar þá mun fólk í Color Run bæta um betur og hlaupa í gegnum rykský af neon pastellitum í Laugardalnum um helgina. Þar með bætist í litaspjaldið og fjörið þegar fólkið nær í mark eftir 5 km af litagleði.

Litir kirkjuársins renna í gegnum árið með svipuðum hætti, bara ekki á 5 km heldur á 12 mánuðum. Litir kirkjuársins festast ekki í fötum né hári presta nema hjá sumum.

Um tíma hefur hvíti liturinn verið allsráðandi í kirkjunum. Hvítur litur boðar fögnuð og hreinleika og þess vegna er hann litur stórhátíðanna, jóla og páska og sunnudagana eftir páska.

Næstkomandi sunnudag, 9. júní, er hvítasunnan og mun þá hvíti litur kirkjuársins hörfa um stund fyrir þeim rauða sem er litur blóðs og elds. Hann er litur hátíðar heilags anda. Á hvítasunnunni er haldið upp á það þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og þeir fengu skilaboð um að boða fagnaðarerindið. Við fögnum hvítasunnunni vegna þess að hún er stofndagur kirkjunnar.

En eftir hvítasunnuna eru altarisklæði kirknanna græn á lit sem og stóla og hökull. Grænn litur er tákn um von og vöxt. Líkt og sumarið sem heilsar okkur nú með sunnanvindum. Svo bætast við fleiri litir eftir því sem líður á árið, en kirkjuárið byrjar á fyrsta sunnudegi aðventu.

Eins og þið sjáið þá er mikil litagleði í kirkjunni, nema að þar eru litirnir nærri grunnlitunum, en ekki neon pastellitir sem svífa um í rykskýi, heldur saumaðir í dúka og stólur prestanna af mikilli natni og innsæi.

Samfélagið í kirkjum landsins er nærandi og styðjandi í annríki hversdagsins og þá er gott að koma í kirkju. Slaka á, hlusta á góða tónlist og kærleiksrík orð.

Hér er hægt að skoða dagskrá kirkna í sóknunum um allt land. Sóknirnar

  • Frétt

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

Siglufjarðarkirkja - bekkir verða vel setnir í dag þegar nýja hljóðkerfið verður tekið í notkun
31
maí

Vegleg gjöf

Tvöföld hátíð
Hvítasunnudagur.jpg - mynd
31
maí

Gleðilegan hvítasunnudag!

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er...
Lágafellskirkja - á morgun verða þar þrjár fermingarguðsþjónustur
30
maí

Helgihald tekur kipp

Allt er að koma til baka