Sjómannadagurinn 2. júní

31. maí 2019

Sjómannadagurinn 2. júní

Minnismerki um sjómenn

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land að vanda.

Fyrsta sjómannamessan var haldin á Akranesi árið 1925. Frá þeim tíma hefur sá siður fest sig kyrfilega í sessi og víða má sækja sjómannamessur. Það var hins vegar í júní 1938 sem fyrsti sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík og á Ísafirði.

Á sumum stöðum eru lagðir blómsveigar við minnismerki um drukknaða sjómenn og týnda.

Í Dómkirkjunni kl. 11.00 prédikar biskups Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, og minnist sjómanna.  Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Organisti og kórstjóri er Kári Þormar. Dómkórinn syngur og einsöngvari er Jón Svavar Jósepsson.

Sjóferðabæn sr. Odds V. Gíslasonar:

Í nafni Guðs, föður, sonar 
og heilags anda. 
Almáttugi Guð, ég þakka þér 
að þú hefur gefið mér líf 
og heilsu svo ég geti unnið störf mín 
í sveita míns andlits. 

Drottinn minn og Guð minn. 
Þegar ég nú ræ til fiskveiða 
og finn vanmátt minn og 
veikleika bátsins gegn huldum 
kröftum lofts og lagar, þá lyfti 
ég upp til þín augum trúar og 
vonar og bið þig í Jesú nafni að 
leiða oss á djúpið, blessa oss 
að vorum veiðum og vernda oss, 
að vér aftur farsællega heim 
til vor náum með þá björg sem 
þér þóknast að gefa oss. 

Blessa þú ástvini vora, 
og leyf oss að fagna aftur 
samfundum svo vér fyrir 
heilags anda náð 
samhuga flytjum þér lof 
og þakkargjörð. 

Ó, Drottinn. 
Gef oss öllum góðar stundir, 
skipi og mönnum í Jesú nafni. 
Amen.

Úr Bænabókinni. Leiðsögn á vegi trúarinnar eftir Karl Sigurbjörnsson

(Sr. Oddur Vigfús Gíslason (1835-1911) var prestur og sjómaður. Hann var meðal annars prestur í Grindavík. Sr. Oddur hvatti til þess að íslenskir sjómenn lærðu að synda og lét sig mjög varða öryggismál sjómanna á sínum tíma.)
  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu
Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu.