Óvenjuleg safnaðarferð

03. júní 2019

Óvenjuleg safnaðarferð

Sr. Gunnar Sigurjónsson

Í gær geysti Digranessöfnuður ásamt félögum úr Fornbílaklúbbnum upp í Hvalfjörð. Safnaðarfólk og félagar í klúbbnum mættu í Digraneskirkju kl. 9.00 og snæddu morgunverð áður en lagt var í hann.

Síðan renndu margir fornir glæsivagnar úr kirkjuhlaði á sólfögrum morgni. Söfnuðurinn varð á vegi tíðindamanns kirkjan.is og tók hann sr. Gunnar Sigurjónsson tali. Þegar ljúfur og karlmannlegur sláttur sex-átta strokka mótora ómaði og blandaðist mildum bensínilmi var spurt í léttum tóni hvort þetta væri mengunarmessa. Klerkur kvað svo alls ekki vera því þessir öldnu bílar með sína sterku og hljómfögru strokka væru ekki lengur framleiddir og það væri þakkarefni út af fyrir sig. Lítið gerðist þó þeir væru ræstir svona annað slagið til hátíðabrigða mönnum til ánægju og yndisauka.

Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur bryddað upp á nýstárlegum viðburðum í kirkjulegu starfi. Mótorhjólamessur hafa verið haldnar í kirkjunni og koma þá þeir kappar til kirkjunnar á vélfákum sínum. Þetta eru líflegar og skrautlegar samkomur. Gott eftirdæmi um hvað hægt er að gera í safnaðarstarfi til að ná til sem flestra með boðskap fagnaðarerindisins.

Myndin sem fylgir fréttinni sýnir eina gljáfægða drossíuna, Plymouth árgerð 1947, í lit himinsins.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Einar Áskell fæst við smíðar
23
ágú.

Boðið í leikhús í kirkju

...daglegt líf verður ævintýri líkast
Helga Kolbeinsdóttir, tilvonandi æskulýðsprestur
23
ágú.

Prestsvígsla í Skálholti

...æskulýðsprestur í Digraness- og Hjallasóknum...
María, Hildur Björk og Sigfús munu kynna þjónustumiðstöðina
22
ágú.

Lífleg kynning á kirkjutorgi

Öllum sem vinna á kirkjulegum vettvangi er boðið til kirkjutorgsins