Arfur kristninnar í Verzló

6. júní 2019

Arfur kristninnar í Verzló

Fortíðin í nútímanum

Nýlega var úthlutað úr Rannsóknarsjóði Kennarasambands Íslands fyrir árið 2019. Þetta er fyrsta úthlutun úr þessum sjóði en hann var settur á laggirnar í fyrra. Markmið með sjóðnum er að veita styrki til rannsókna í skólastarfi og daglegu starfi félagsmanna í Kennarasambandi Íslands. Auk þess að þróa nýja fræðiþekkingu og stuðla að bættu skólastarfi.

Alls bárust 48 umsóknir og fengu sex umsækjendur styrk.

Einn þeirra sem styrk hlutu var Ármann Halldórsson, kennari við Verzlunarskóla Íslands, og var það fyrir verkefnið Lectio divina. Verkefnið felst í að þróa og prófa aðferðir í nútímaskólastarfi sem byggjast á fornri aðferð, Lectio divina, sem notuð var við lestur helgra rita fyrr á öldum í klaustrum, og yfirfæra hana yfir á lestur almennra bókmennta hvort heldur í erlendum tungumálum eða íslensku.

Rammi hinnar fornu aðferðar munkanna Lectio divina geymdi fjögur stig: lestur, íhugun, bæn og hugleiðingu.

Í stuttu spjalli við kirkjan.is segir Ármann að þessi aðferð verði notuð með þeim hætti að nemandi velji eina og eina setningu af handahófi, lesi hana og velti fyrir sér merkingu orða (fyrsta stig), og skoði síðan hvort þar megi finna einhverjar vísanir eða tákn (annað stig). Síðan spyr nemandinn sig hvort hægt sé að tengja setninguna við einhverja persónulega reynslu, eitthvað sem er að gerast í lífi hans, hversdagslegt eða alvarlegt (þriðja stig). Í lokin er spurt hvort setningin kalli á viðbrögð, t.d. hvort einhverju skuli breytt í lífi lesandans, það gæti hugsanlega verið af siðferðilegum toga (fjórða stig).

Með því að nota ramma hinna gömlu aðferðar, Lectio divina, er unnið á skapandi hátt með texta og í anda núvitundar.

Enda þótt hin forna lestraraðferð Lectio divina, sé með þessum hætti afhelguð (sekúlariseruð), þá lifir rammi hennar með þessum hætti og eflaust verður munkanna sem notuðu hana minnst með þakklæti og virðingu.

Ármann Halldórsson er með BA-próf í heimspeki frá H.Í. og ensku til aukagreinar til cand. mag.-prófs frá Árósarháskóla. Þá er hann með M.Ed.-próf frá H.Í. Hann var um tíma formaður Félags áhugamanna um heimspeki. Ritstýrði bókinni „Hvað er heimspeki?“ ásamt Róberti Jack en hún kom út árið 2001. Einnig samdi hann ásamt Róberti Jack kennslubókina „Heimspeki fyrir þig,“ sem kom út árið 2008.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Fræðsla

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu
Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu.