Tveir umsækjendur eru um embætti prests

20. júní 2019

Tveir umsækjendur eru um embætti prests

Skinnastaðakirkja

Tveir umsækjendur eru um embætti prests í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli, með aðsetur á Þórshöfn.

Umsækjendurnir eru

Cand theol Alfreð Örn Finnsson

Mag theol Jarþrúður Árnadóttir

Frestur til að sækja um embættið rann út á miðnætti miðvikudaginn 18. júní 2019.
Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. september 2019 til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.

  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára