Biskupsstofa flytur

21. júní 2019

Biskupsstofa flytur

Höfðatorg

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, 105 Reykjavík.

Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Öll starfsemi biskupsstofu verður þá sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð biskupsstofu sem nú er til húsa á neðri hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi.

Gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Reiknað er með að breytingar á húsnæðinu og flutningum verði lokið í haust.


Samningurinn handsalaður.

Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, Reykjavík, verður auglýst til sölu um helgina í fjölmiðlum.


  • Biskup

  • Frétt

  • Skipulag

  • Biskup

Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina
20
júl.

Þau standa vaktina

...villtur lax úr Hvítá og nýjar íslenskar kartöflur...
Dr. Munib Younan og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup
19
júl.

Málþing á morgun í Skálholti

...að leysa ágreining, koma á friði og vinna að sáttargjörð
Hellnakirkja - listsýning og viðgerð
19
júl.

Þegar kirkja gliðnar

...enginn sannkristinn maður vill að guðshúsið hlaupi út undan grunni sínum og í sjó fram.