Sumartónleikar í Skálholti 5.–7. júlí

1. júlí 2019

Sumartónleikar í Skálholti 5.–7. júlí

TónleikahátíðUm helgina hefjast Sumartónleikar í Skálholti og er þetta 44. sumarið sem þessi merka tónlistarhátíð fer fram. Eins og alltaf er boðið upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem ný tónlist og gömul mætast í einstöku umhverfi staðarins. Enginn aðgangseyrir er tekinn að tónleikum en tekið er á móti frjálsum framlögum.

Á opnunartónleikum hátíðarinnar mæta tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal og flytja eigin verk ásamt Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, söngkonu.

Tilveran – föstudaginn 5. júlí kl. 20:00


Tilveran - Hefur tilveran einhvern sérstakan ljóma sem hversdagsleiki? Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal bjóða áhorfendum inn í tilveruna sem þær hafa skapað með verkum sínum. Í þeirri tilveru mætast orgel, söngur, klassík, djass, spuni, raftónlist, ljóð og sjálfsmyndir og menningarheimar tónskálda og flytjenda.

---

Portrett – laugardaginn 5. júní og sunnudaginn 6. júní kl. 14:00


Staðartónskáld Sumartónleikana í ár er Þuríður Jónsdóttir og mun tónlistarhópurinn Elektra halda portretttónleikana með verkum hennar tvísvar um helgina. Þuríður Jónsdóttir er eitt þekktasta tónskáld Íslendinga. Þuríður skrifar jafnt sinfónísk verk sem kammerverk af ýmsum toga og liggur þar leið hennar um nýjan hljóðheim. Sum verka hennar eru studd rafhljóðum, eða margmiðlun, önnur gera ósjaldan tilkall til leikrænna tilburða, náttúruhljóða eða þátttöku áheyrenda.

Tónlistarhópurinn ELEKTRA ENSEMBLE er skipaður fimm framúrskarandi tónlistarkonum.


Í hópnum eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarinettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Hópurinn var stofnaður árið 2008.

---

Elsku, elsku – laugardaginn 5. júní kl. 16


Á tónleikunum Elsku, elsku fær Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari, lagasmiður og skáld fær að láni sjöttu einleikssvítu Bachs, heiðríka og bjarta, til að leika hana í Skálholtskirkju ásamt eigin lögum og ljóðum um ýmis skáldleg fyrirbæri úr raunheiminum svo sem væntumþykju, semballeikara, kampavínsturna og dúkkurúm.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Samfélag

Barnakór.png - mynd

Barnakór Hjallakirkju hefur vaxið í vetur

20. feb. 2024
........Gróa fann gulrót
Benedikt Kristjánsson

Benedikt syngur guðspjallamanninn

19. feb. 2024
..........Jóhannesarpassían flutt í Langholtskirkju
Sr. Auður Eir og kvennakirkjukonur

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar

17. feb. 2024
…..í Seltjarnarneskirkju