Skotthúfan í Stykkishólmi

05. júlí 2019

Skotthúfan í Stykkishólmi

Skotthúfan 2019 - Dúettinn YljaSkotthúfan 2019, þjóðbúningadagur Norska hússins - byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - í Stykkishólmi, var haldin þann 29. júní síðastliðinn, þetta er í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin, og hefur þessi dagur gefið fólki tækifæri til að skarta sínum þjóðbúning og hitta aðra sem áhuga hafa á þjóðbúningnum.
Það er alltaf nokkur spenna í kringum hátíðina og alltaf gaman að sjá fólkið sem kemur prúðbúið í þjóðbúning.

Formleg dagskrá hófst kl.13:00 á því að Guðrún Hildur Rosenkjær var með fyrirlestur í Eldfjallsafninu, sem hún nefnir Endurgerðar kvenpeysur frá 19. öld og sitthvað fleira á prjónunum. Í gegnum tíðina hafa verið hinar ýmsu uppákomur, í formi fyrirlestra og leiðbeininga við lagfæringar og saumaskap á þjóðbúning, þjóðdansasýningar og fleira.

Að því loknu var svo gestum sem skörtuðu þjóðbúning boðið í kaffi og pönnukökur í stofum Norska hússins, sem er elsta tvílyfta húsið á Íslandi og var heimili Árna Thorlacíusar. Hefur húsið verið gert upp í þeirri mynd sem það var í þá daga og þjónar nú hlutverki byggðasafns.

Kl. 16:00 var svo lokapunktur hátíðarinnar, þá var gestum og gangandi boðið til tónleika í Gömlu kirkjunni og það var dúettinn Ylja sem spilaði og söng, ekki þarf að taka það fram að fólk í þjóðbúningum passar afar vel inn í Gömlu kirkjuna sem íbúar Stykkishólms tóku að sér að lagfæra af miklum myndarbrag og sem mest í upphaflegri mynd. Gamla kirkjan var svo endurvígð árið 1998 af Séra Karli Sigurbjörnsyni biskup.

Ef þið eigið leið um Stykkishólm í sumar skoðið endilega Gömlu kirkjuna sem skartar sínu fegursta í bænum.
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina
20
júl.

Þau standa vaktina

...villtur lax úr Hvítá og nýjar íslenskar kartöflur...
Dr. Munib Younan og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup
19
júl.

Málþing á morgun í Skálholti

...að leysa ágreining, koma á friði og vinna að sáttargjörð
Hellnakirkja - listsýning og viðgerð
19
júl.

Þegar kirkja gliðnar

...enginn sannkristinn maður vill að guðshúsið hlaupi út undan grunni sínum og í sjó fram.